Skip to main content

Trjámælingar – verðmæt tré hjá Skógræktarfélagi A-Húnvetninga

Með 4. október, 2011febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga verður á ferðinni næstu 2 vikur við að mæla hæð og ummál á trjágróðri á sínu félagssvæði. Hvert er mesta tré svæðisins?

Einnig verður leitað að „merkistrjám“, þ.e. trjám sem eru sérstök á einhvern máta. Mælt var með því á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Höfn í Hornafirði að skógræktarfélög tækju saman skrá yfir merkileg og verðmæt tré á sínum félagssvæðum, til að stuðla að verndun þeirra vegna fræðslugildis, ferðamennsku og skipulagsgildis.

Óskað er eftir ábendingum.Hafið samband við Pál Ingþór í síma 865-3959 eða sendið upplýsingar á palliingthor(hjá)simnet.is

 

hrutey
Myndarleg grenitré í Hrútey (Mynd:RF).