Skip to main content

Trjáræktarstöðin Þöll opnar 15. maí

Með maí 15, 2010febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Trjáræktarstöðin Þöll opnar aftur eftir vetrardvala laugardaginn 15. maí. Þöll hefur á boðstólum skrautrunna, garðtré, berjarunna, rósir, skógarplöntur, limgerðisplöntur, klifurrunna og margt fleira. Nær eingöngu er um eigin framleiðslu að ræða.

Þöll verður opin frá kl. 08.00 – 18.00 virka daga nema föstudaga er opið til kl. 20.00. Einnig er opið laugardaga frá kl. 10.00 – 18.00. Starfsfólk Þallar veitir ráðgjöf varðandi trjá- og skógrækt.

Þöll er við Kaldárselsveginn skammt frá Íshestum. Síminn er 555-6455. Veittur er 15% afsláttur af plöntum til félaga í skógræktarfélögum og Garðyrkjufélagi Íslands.

Nánari upplýsingar um Þöll og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar má nálgast á www.skog.is/skhafn/

thollopnun

Þátttakendur á ráðstefnu um lýðheilsu í skógum skoða Trjáræktarstöðina síðast liðið haust. Eins og sjá má er ýmislegt í boði (Mynd: RF).

 

 

 

X