Skip to main content

Þú siglir alltaf til sama lands – Hátíðardagskrá í tilefni stórafmælis Vigdísar Finnbogadóttur

Með apríl 15, 2010febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Dagskráin er haldin í Háskólabíói fimmtudaginn 15. apríl kl.16:30-18:00 og er öllum opin. Húsið verður opnað kl. 15:30 og eru gestir hvattir til að mæta stundvíslega þar sem sent verður beint út í sjónvarpi og útvarpi.

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, setur dagskrána kl. 16:30 og í kjölfarið munu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri  ávarpa afmælisbarnið. Háskóli Íslands, stjórnvöld og Reykjavíkurborg  standa að afmælishátíðinni.
Þá tekur við dagskrá í myndum, tali og tónum undir listrænni stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Dagskráin er afmælisgjöf til Vigdísar frá listamönnum og þeim samtökum sem Vigdís hefur unnið hvað mest með. Dagskránni lýkur laust fyrir kl. 18 með ávarpi afmælisbarnsins. 
 
Heiðrum Vigdísi á þessum merkisdegi hennar með því að fjölmenna á afmælishátíðina.

Nánari upplýsingar á vef Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og hjá svanhvit@hi.is

Í tengslum við hátíðardagskrána er einnig haldin vísindaráðstefna dagana 15.-17. apríl. Sjá nánar á vef ráðstefnunnar.

vigdis