Umhverfisráðstefna SEEDS

Með nóvember 16, 2010febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Sjálfboðasamtökin SEEDS fagna um þessar mundir fimm ára afmælinu sínu og að því tilefni verður efnt til Umhverfisráðstefnu, þriðjudaginn 16. nóvember klukkan 14:00 í Iðnó í samstarfi við Landvernd og Umhverfisstofnun.

Sjálfbærni er eitt mikilvægasta málefni líðandi stundar innan umhverfisgeirans. Sjálfbær þróun og hagræn nýting náttúruauðlinda er okkur nauðsynleg til að tryggja velferð í framtíðinni. Á ráðstefnunni verða tekin dæmi um umhverfisvæn samfélög og þátt alþjóðlegra sjálfboðaliða í umhverfismálum á Íslandi. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar mun opna ráðstefnuna og er heiðursgestur hennar Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður.

Aðgangur ókeypis.

Sjá nánar á heimasíðu SEEDS (hér).