Skip to main content

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna: Opið fyrir umsóknir

Með 11. mars, 2016febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn stofnuðu á 20 ára afmæli sínu Umhverfissjóð til að fjármagna verndun íslenskrar náttúru og er styrkjum úthlutað úr sjóðnum á tveggja ára fresti. Með því vill fyrirtækið stuðla að því að komandi kynslóðir getið notið gæða náttúrunnar um ókomin ár.

Hægt er að sækja um verkefni til uppbyggingar, viðhalds og endurbóta mannvirkja, í stígagerð og til uppgræðslu. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum.

Umsóknum skal skilað fyrir 10. apríl í tölvupósti á netfangið umhverfissjodur@fjallaleidsogumenn.is. Þeim gögnum sem ekki er unnt að skila rafrænt má skila bréfleiðis til Umhverfisjóðs ÍFLM, Stórhöfða 33, 110 Reykjavík. Úthlutað er úr sjóðnum fyrir 10. maí.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna – https://www.fjallaleidsogumenn.is/um-okkur/frettir/opid-er-fyrir-umsoknir-ur-umhvefissjodi-iflm/