Skip to main content

Umhverfisþing 9.-10. október

Með 10. september, 2009febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Umhverfisráðherra boðar til VI. Umhverfisþings dagana 9.-10. október 2009. Þingið fer fram á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Sjálfbær þróun verður aðalumfjöllunarefni þingsins að þessu sinni. Kynntar verða tillögur að nýjum áherslum stjórnvalda á sviði sjálfbærrar þróunar næstu árin. Einnig verður kynnt ný skýrsla umhverfisráðherra um stöðu og þróun umhverfismála.

Þátttaka er ókeypis en gestum þingsins gefst kostur á að kaupa hádegisverð á hótelinu föstudaginn 9. október. Dagskrá þingsins og frekari upplýsingar um þingið verða birtar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins þegar nær líður. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á heimasíðu ráðuneytisins eða í síma 545-8600 fyrir 1. október.