Skip to main content

Unglinganámskeið í skógrækt

Með ágúst 7, 2014febrúar 13th, 2019Fræðsla

Skógræktarfélag Íslands og Útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni standa að námskeiði á Úlfljótsvatni dagana 7.-10. ágúst með það að markmiði að kenna ungmennum (13-17 ára) grunnatriði í sögu, framkvæmd og framtíð skógræktar á Íslandi sem erlendis. Námskeiðið sameinar fræðslu um skógrækt við leiki og útiveru. Tálgun, göngutúrar og kvöldvökur eru hluti af eftirminnilegri helgi á Úlfljótsvatni þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar.

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir tegundagreiningu og helstu not, landval við plöntun, verkfæri og tæki, skógræktaráætlanir, skógarfánu og flóru, skógarvistþjónustu, sögu skógræktar á Íslandi, stöðuna í dag og framtíðar möguleika.

Farið verður reglulega út um skóga og móa til þess að leyfa þátttakendum að upplifa viðfangsefnið í nærmynd, meðal annars með kennslu í plöntun og áætlunargerð.

Að loknu námskeiðinu munu þátttakendur hafa góðan grunn í skógfræði en vonandi einnig hlýjar minningar og vinabönd með jafnöldrum sínum, sem deila sama áhugamáli.

Áhugasamir geta haft samband í síma 551-8150 eða með tölvupósti á netfangið skog@skog.is

Þátttökugjald er kr. 25.500. Innifalið í því eru öll námskeiðsgögn, gisting og fæði á meðan á námskeiðinu stendur og ferð til Úlfljótsvatns.

 

skognamskeid1

X