Skip to main content

Vettvangsferð í Grunnafjörð – fuglafriðland og vegahugmyndir

Með september 30, 2009febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Á laugardaginn 3. október efna Landvernd, Fuglavernd og Græna netið til vettvangsferðar í Grunnafjörð að skoða friðland fugla og hugsanlegar vegaframkvæmdir. Ferðin hefst kl. 10 og er komið aftur í bæinn síðdegis. Leiðsögumaður er Einar Ó. Þorleifsson hjá Fuglavernd en Mörður Árnason gerir grein fyrir framkvæmdahugmyndum og áhrifum þeirra á fuglalíf og náttúrufar. 

Kannaðar verða fuglaslóðir í Grunnafirði, Leirárvogi og Blautósi vestan Akrafjalls. Um er að ræða einstakt fuglasvæði þar sem þúsundir farfugla hafa viðkomu um þetta leyti árs. Vænta má mikils fjölda margæsa. Stærsti tjaldahópur landsins heldur þarna til, og að auki geta ferðalangar búist við að sjá stóra hópa af lóum og ýmsar tegundir vaðfugla.  Ernir og fálkar eru þarna tíðir gestir og nær dagleg sjón.

Grunnafjörður er friðaður og skilgreindur sem Ramsar-svæði og nýtur því alþjóðlegar verndar. Blautós er einnig friðaður.

Farið verður frá BSÍ á laugardaginn 3. október kl. 10.00 og er áætlaður komutími til Reykjavíkur aftur milli 16 og 17. Þátttökugjald er 1800 krónur, skráning í netfanginu Sjá nánar hér (pdf).

grunnifjordur