Skip to main content

Vinnudagar á Fossá 10. og 17. október

Með október 7, 2009febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Laugardaginn 10. október verður haldinn vinnudagur á Fossá í Hvalfirði. Haldið verður áfram að taka tré, sem féllu til við grisjun, út úr skóginum niður á stíginn.
Miðað er við að vera komin á Fossá um hálf tíu. Allar vinnufúsar hendur eru velkomnar.

Laugardaginn 17. október verður einnig vinnudagur og er búið að fá vagn sem nota má til að taka trén af stígnum og flytja þau upp að húsinu.

Gott væri að sameinast í bíla eftir því sem mögulegt er.

Bragi Michaelsson
formaður Skógræktarfélags Kópavogs
bragimich (hjá) simnet.is, sími 8982766.

Eiríkur Páll Eiríksson
formaður Fossár

 

 

X