Skip to main content

Vinnukvöld á Gunnfríðarstöðum

Með ágúst 15, 2012febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Undirbúningur er á fullu fyrir aðalfund Skógræktarfélags Íslands sem haldinn verður á Blönduósi 24. – 26. ágúst næstkomandi.

Á Gunnfríðarstöðum er unnið á fullu við grisjun skógarins. Viðurinn verður notaður í bekki og sem kurl í stíga. Einnig er stíga- og brúargerð í gangi auk margra annara verkefna. Á þessu ári eru liðin 50 ár frá fyrstu gróðursetningu og verður þeirra tímamóta minnst á aðalfundinum.

Félagið hefur ákveðið að hafa vinnukvöld miðvikudaginn 15. ágúst kl 17:30. Tilvalið að fara fjölskylduferð og grilla kvöldverðinn á steingrilli félagsins.

Stjórn Skógræktarfélags A-Húnvetninga

sk ahun-undirbun