Skip to main content

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðsluganga í Guðmundarlundi

Með 3. júlí, 2025Fréttir

Garðyrkjufélag Íslands er 140 ára á þessu ári og í tilefni af afmæli félagsins hefur verið boðið upp á heilsubótar- og fræðslugöngur víðsvegar um land í sumar.

Kópavogsbær fagnar 70 ára afmæli og hafa verið haldnir fjölmargir viðburðir í bænum í því tilefni.

Þriðjudaginn 8. júlí verður fræðsluganga í Guðmundarlundi í Kópavogi og hefst gangan við aðalinnganginn kl. 17:00. Gestgjafar verða Kópavogsbær og Skógræktarfélag Kópavogs og ætla þeir félagar Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs og Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, að taka á móti gestum og  ganga um lundinn með leiðsögn.

===================================

Til að rata í Guðmundarlund er t.d. hægt að fara inn á ja.is og slá inn Leiðarendi 3 og skoða kort og eða fylgja leiðavísi. Það eru tvær leiðir frá Vatnsendavegi. Sú sem er auðveldari er frá Vatnsendavegi og inn Markaveg. Síðan er sveigt til hægri upp Landsenda, fram hjá hesthúsum og til vinstri upp Leiðarenda.