Aðalfundur Skógræktarfélags skáta á Úlfljótsvatni 2025 verður haldinn í húsakynnum BÍS, Hraunbæ 123, í Reykjavík miðvikudaginn 21. maí 2025 kl. 20:00.
Dagskrá
Fundarsetning, kjör fundarstjóra og fundarritara.
- Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.
- Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
- Ársreikningar lagðir fram til umræðu og samþykktar.
- Lagabreytingar.
- Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna; ritara og gjaldkera
- Kosning skoðunarmanns/endurskoðanda og varamanns hans.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Önnur mál.
Veitingar að venju í boði félagsins
Fulltrúar ungmennaráðs BÍS koma með kynningu á verkefninu Tré og tjútt, sem þau fengu styrk fyrir frá Loftslagssjóði ungs fólks og munu þau vinna verkefnið í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur.