Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur, miðvikudaginn 28. maí, kl. 17-19, í Norræna húsinu. Aðgengi almennings að stærstum hluta Heiðmerkur kann að verða takmarkað í framtíðinni. Líkt og fram hefur komið, stefna Veitur að því að loka grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir meginhluta Heiðmerkur.
Upplýsingar um málþingið má finna á heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur: https://heidmork.is/framtid-heidmerkur-adgengi-almennings-og-vatnsvernd/.
Þá verður fræðsluganga um Heiðmörk mánudaginn 26. maí, kl. 18, í samstarfi við Landvernd og Ferðafélag Íslands. Gengið verður frá Elliðavatnsbænum og tekur gangan um tvo klukkutíma. Gengið verður að þeim svæðum í Heiðmörk sem fyrirhugað er að girða af og loka. Í göngunni verður rætt um þau verðmæti sem í húfi eru.