Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Merkur 2019

Með 27. maí, 2019Fréttir

Skógræktarfélagið Mörk heldur aðalfund sinn í Kirkjubæjarstofu, Kirkjubæjarklaustri, laugardaginn 1. júní kl. 13:30.

Dagskrá fundarins:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Önnur mál
  3. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, flytur erindi „ Landnám birkis á Skeiðarársandi“.

Áhugavert verður  að hlýða á erindi Þóru Ellenar  um hinn mikla skóg sem vex af fræjum sem fokið hafa úr Skaftafellsheiðinni. Hefur hún ásamt Kristínu Svavarsdóttur rannsakað fyrirbæri þetta.

Allir áhugasamir velkomnir á fundinn.

Stjórn Merkur.