Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviðar 2024

Með 13. mars, 2024Fréttir
Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviðar verður haldinn laugardaginn 16. mars kl. 15 í Rannsóknarstöð skógræktar, Lands og Skógar á Mógilsá. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum á netinu (sjá viðburð á Facebook)
Dagskrá:
– Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur, segir frá nýju stofnuninni Landi og Skógi (LOGS) og rannsóknum sínum á smádýralífi í skógum í tengslum við loftslagsbreytingar.
– Stjórnin flytur skýrslu um starfsemi félagsins 2023 og verkefni ársins 2024
– Tekið á móti nýjum félögum, ræddar nýjar hugmyndir og ný verkefni
– Stjórnarkjör
Stjórnin býður til skógargöngu í trjásafninu á Mógilsá að fundi loknum.
Kaffi og kökur í boði félagsins.
Allir velkomnir!