Skip to main content

Áhugaverð námskeið hjá Garðyrkjuskólanum – Fsu

Með 13. apríl, 2023Fréttir

Tvö áhugaverð námskeið fyrir skógræktarfólk eru fyrirhuguð hjá Garðyrkjuskólanum nú í maí. Annars vegar er um að ræða námskeið þann 4. maí um áhættumat trjáa, en með hlýnandi veðri og hækkandi trjágróðri í þéttbýli er orðið mikilvægt að geta lagt mat á ástand trjáa og möguleg hættumerki. Þetta dagsnámskeið hentar öllum þeim sem vinna við trjáklippingar, ráðgjöf, framkvæmdir í og við græn svæði og önnur störf tengd umhirðu trjágróðurs.

Hins vegar er í boð námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög og er það haldið í Hveragerði. Námskeiðið er öllum opið og hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa notað keðjusagir, en vilja bæta við sig. Námskeiðið fer fram dagana 4.-6. maí.

Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráningu má finna á heimasíðu Garðyrkjuskólans: https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid