Skip to main content

Alcoa Foundation styrkir gróðursetningu

Með 9. september, 2021desember 9th, 2021Fréttir

Skógræktarfélag Íslands fékk árið 2020 styrk úr styrktarsjóði Alcoa (Alcoa Foundation) til gróðursetningar tíu þúsund plantna á Eskifirði og Úlfljótsvatni árið 2021. Er það verkefni framhald fyrri verkefna sem unnið var fyrir styrki úr samstarfi Alcoa og American Forests.

Sjálfboðaliðahópur Skógræktarfélags Íslands, ásamt verkstjóra, var viku á Eskifirði nú í byrjun september og gróðursetti um helming plantnanna, ásamt því að sinna öðrum verkum fyrir félagið á Eskifirði. Hinn helmingurinn verður svo settur niður á Úlfljótsvatni.

Hópurinn frá Skógræktarfélagi Íslands.