Skip to main content

Fagráðstefna skógræktar 2019 – „Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál“

Með apríl 1, 2019apríl 17th, 2019Fréttir, Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2019 verður haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Loftslagsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni. Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál. Upphafserindi heldur Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og erindi tileinkuð yfirskriftinni verða uppistaðan í dagskránni fyrri daginn.

Dagskrá á Hallormsstað miðvikudaginn 3. apríl (drög)

08.30-09.15 Skráning

Fundarstjóri: Þór Þorfinnsson, skógarvörður Hallormsstað

09.15-09.20 Setning ráðstefnu

09.20-10.00 Kolefnispólitíkin: Lífríki á landi og mannfólkið. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs

10.00-10.20 Aðgerðir í loftslagsmálum – áherslur Skógræktarinnar. Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri

10.20-10.40 Aðgerðir í loftslagsmálum – áherslurLandgræðslunnar. Árni Bragason, landgræðslustjóri

10.40-11.00 kaffi

11.00-11.30 Landnotkun, loftslagsmál og skipulag. Hrefna Jóhannsdóttir og Þórunn Pétursdóttir

11.30-11.50 Þurrlendi – möguleikar, úttekt, vottun. Jóhann Þórsson

11.50-12.10 Votlendi – möguleikar, úttekt, vottun. Sunna Áskelsdóttir

12.10-13.10 Hádegismatur

Fundarstjóri: Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ

13.10-13.30 Skógrækt – möguleikar, úttekt, vottun. Arnór Snorrason, Bjarki Kjartansson og Björn Traustason

13.30-13.50 Kolefnishringrás Íslands og mismunandi leiðir til að breyta henni. Bjarni Diðrik Sigurðsson

13.50-14.10 Kolefnis- og vatnshringrás í asparskógi á framræstri mýri. Brynhildur Bjarnadóttir

14.10-14.30 Loftslagsbreytingar og pöddur framtíðarinnar Guðmundur Halldórsson

14.30-14.50 kaffi

14.50-15.10 Kolefni til sölu? Gunnlaugur Guðjónsson og PéturHalldórsson

15.10-15.30 Að dúndra niður plöntu. Agnes Geirdal

15.30-15.50 Ranaskógur á Héraði – saga skógarins lesin úr árhringjum trjánna. Ólafur Eggertsson

16.00 Brottför í Ranaskóg

17.30 Fordrykkur í tjaldi

20.00 Hátíðarkvöldverður

 

Dagskrá á Hallormsstað fimmtudaginn 4. apríl (drög)

Fundarstjóri: Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri SÍ

09.20-09.40 Ávarp ráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson

09.40-10.00 Loftslagsmál og landnýting út frá sjónarhorni sveitarfélaga. Skarphéðinn Smári Þórhallsson

10.00-10.20 Skógræktarfélögin og Kolviður. Reynir Kristinsson

10.20-11.20 Kaffi og veggspjaldakynning

11.20-11.40 GróLind – skref í átt að sjálfbærri landnýtingu. Bryndís Marteinsdóttir

11.40-12.00 100 ára friðun Þórsmerkur. Hreinn Óskarsson

12.00-13.00 Hádegismatur

Fundarstjóri: Maríanna Jóhannsdóttir, formaður Félags skógarbænda á Austurlandi

13.00-13.20 Vottun kolefnisbindingar í skógum. Joel C Owona og Gústaf Jarl Viðarsson

13.20-13.40 Viðarmagnsspá fyrir Vesturland. Ellert Arnar Marísson

13.40-14.00 Átak í loftslagsmálum – Hraðfjölgun efnilegra asparklóna. Halldór Sverrisson

14.00-14.20 Líf og vöxtur aspargræðlinga. Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir

14.20-14.40 Kaffi

14.40-15.00 Molta sem áburður á lerki og birki á Hólasandi. Brynjar Skúlason

15.00-15.20 Kvæmaval sitkagrenis fyrir Ísland. Mai Lynn Doung

15.20-15.40 Safe Climbing. Ágústa Erlingsdóttir

15.40-16.00 Samantekt og ráðstefnuslit

 

Skráning á ráðstefnuna er á sérstakri skráningarsíðu (hér).

Nánari upplýsingar má sjá á síðu ráðstefnunnar (hér).