Skip to main content

Félagsskírteini 2024-2025

Með 23. janúar, 2024Fréttir

Félagsskírteini skógræktarfélaganna er nú almennt orðið rafrænt. Skírteinið er virkt svo lengi sem félagsmaður er skráður í skógræktarfélag, en er uppfært árlega. Búið er að uppfæra það fyrir árið í ár (þ.e. fyrir gildistíma 2024-2025). 

Félagar með virkt félagsskírteini veskinu í símanum þurfa ekki að hala því niður aftur. Skírteinið á að uppfærast sjálfkrafa í Android-símum þegar það er opnað í veskinu, en einnig má ýta á “hringhnapp” neðst til hægri til að uppfæra skírteinið. Iphone notendur þurfa að fara í veskið og á „bakhlið“ skírteinisins (punktarnir þrír í hægra horninu uppi), er smellt á „Pass details“ og strokið svo niður skjáinn og á skírteinið þá að uppfærast.  

Félagsmenn sem eru ekki með rafrænt skírteini nú þegar geta haft samband til að athuga hvort virkt netfang sé skráð hjá okkur og fengið tengil til að nálgast skírteinið sendan. Hafið samband með tölvupósti á rf@skog.is eða hringið í síma 551-8150.