Skip to main content

Fræðsla um vetrarklippingar trjáa og runna

Með 17. mars, 2021Fréttir

Sunnudagurinn 21. mars er alþjóðlegur dagur skóga hjá Sameinuðu þjóðunum. Af því tilefni bjóða Skógræktarfélag Íslands og Grasagarður Reykjavíkur upp á fræðslu um vetrarklippingar trjáa og runna. Garðyrkjufræðingarnir Einar Örn Jónsson, Pálína Stefanía Sigurðardóttir og Svanhildur Björk Sigfúsdóttir fjalla um hvaða trjágróður á að snyrta á þessum árstíma, hvernig bera eigi sig að til að viðhalda heilbrigðum og fallegum runnum og trjám og ekki síst hvað á ekki að gera!

Fræðslan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11, sunnudaginn 21. mars. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir en bent er á að þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna í fræðslunni er grímuskylda.