Skip to main content

Fyrra tölublað Skógræktarritsins 2021 er komið út

Með 31. maí, 2021Fréttir

Fyrra tölublað Skógræktarritsins 2021 er nú komið út og í póst til áskrifenda. Að venju má finna í ritinu greinar um hinar ýmsu hliðar skóga. Að þessu sinni eru meðal annars greinar um notkun aspargræðlinga í skógrækt, hæstu eikur á Íslandi, mismunandi tegundablöndur í skógrækt, skógrækt í Skálholti, skóga sem kolefnisforðabúr, mannfræðilega úttekt á skógræktarfélögunum, kynslóðaskipti í skógum, skógrækt á Reyðarfirði og hina yfirnáttúrulegu hliðar skóganna, auk viðtals – og minningargreina.

Kápu ritsins prýðir að þessu sinni myndin „Gróður jarðar“ eftir Tolla.

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt.

Hægt er að gerast áskrifandi að ritinu – sjá nánar: http://www.skog.is/skograektarritid/