Skip to main content

Grasagarður Reykjavíkur: Leikið með laufum: Listasmiðja fyrir fjölskyldur

Með 16. janúar, 2024Fréttir

Grasagarður Reykjavíkur býður til listasmiðju í garðskála Grasagarðsins laugardaginn 20. janúar kl. 10:30-13:00.

Í þessari listasmiðju fyrir fjölskyldur verður unnið með laufblöð plantna. Sérstök áhersla er lögð á að rannsaka laufblöð með mismunandi miðlum í þrykki, teikningu og málun. Notuð verða ýmiskonar fjölbreytt efni sem hægt er að nýta á skapandi hátt.

Listasmiðjan veitir þátttakendum tækifæri til að virkja eign hugmyndir í listsköpun á sama tíma og rætt verður um inntak sýningarinnar „Þessi djúpi græni blaðlitur: Minningar í lit“ sem nú stendur yfir í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur.

Listasmiðjan er í umsjón Ásthildar Jónsdóttur.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!