Skip to main content

Heimsþing IUFRO – enn hægt að skrá sig!

Með 22. maí, 2024Fréttir

Enn er tækifæri til að skrá sig á stærsta skógartengda viðburð heims á þessu ári. Heimsþing IUFRO (International Union of Forest Research Organisations), samtaka skógrannsóknastofnana, verður nú stærra og fjölsóttara en nokkru sinni. Það fer fram 23.-29. júní í Stokkhólmi. Ríflega 4.100 manns hafa þegar skráð sig á viðburðinn hvaðanæva úr heiminum. Hlutföll kynjanna hefur aldrei verið jafnara á þinginu og nú stefnir í að hlutfall kvenna verði 45% þátttakanda. Þar að auki verða yfir 500 hagsmunaaðilar og ríflega 100 fyrirtæki og samtök úr norræna skógageiranum á þinginu sem sýnendur eða fulltrúar.

Sem skráður þátttakendi á þessu sjö daga heimsþingi, geturðu sökkt þér ofan í fjölbreytta dagskrána og skoðað glæsilegt sýningarsvæði. Í boði verða yfir 4.500 kynningar á öllu því nýjasta í heimi skógrannsókna og -þróunar. Fjallað verður um mikilvæg efni eins og líffjölbreytni, lífhagkerfi, seiglu skóga, sjálfbærni samfélaga og margt fleira. Sérstök nýjung á þinginu er svokallað frumkvöðlasvið eða Innovation Stage þar sem tugir framsækinna frumkvöðla kynna nýjustu vörur sínar, þjónustu eða kerfi. Þessi stóri viðburður er með öðrum orðum ekki bara þing eða ráðstefna heldur gefst þarna tækifæri til að hitta sérfræðinga hvaðanæva úr heiminum, deila sýn sinni, þekkingu og hugmyndum en líka mynda tengsl, til dæmis við fræðimenn en líka forystufólk í skógariðnaði. Þar með gefst líka einstakt tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif.

Á þinginu verða meira en 140 viðurkenndir blaðamenn alþjóðlegra fjölmiðla. Það gefur líka færi á að koma boðskap sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi. Skráðu þig sem fyrst og legðu þekkingu þína, hugmyndir og framtíðarsýn fram í Stokkhólmi í sumar!

#IUFRO2024 [Skráning hér: https://iufro2024.com/registration-and-fees/ ]