Skip to main content

Landbúnaðarháskóli Íslands – meistaravörn: Breytingar á kolefnisforða og öðrum jarðvegsþáttum við nýskógrækt á SV-landi

Með 17. september, 2019Fréttir

Joel C. Owona ver meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands sem nefnist Breytingar á kolefnisforða og öðrum jarðvegsþáttum við nýskógrækt á SV-landi (Changes in carbon-stock and soil properties following afforestation in SW Iceland).

Athöfnin fer fram á ensku mánudaginn 23. september 2019 í salnum Geitaskarði á 2. hæð Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Reykjavík og hefst kl. 14:00. Allir velkomnir!

Markmið rannsókna Joel var að meta áhrif nýskógræktar í Heiðmörk og við Þingvallavatn á ýmsar mældar vistkerfisbreytur og kanna hvort aldur skóga og skógargerð skiptu þar máli.

Meistaranámsnefndin er skipuð af próf. Bjarna Diðrik Sigurðssyni og Berglindi Orradóttur MSc sem bæði starfa við Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Guðmundur Halldórsson sem er rannsóknastjóri Landgræðslunnar. Verkefnið var styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna.