Skip to main content

Nýr vefur fyrir Úlfljótsvatn

Með 29. janúar, 2024Fréttir

Skógræktarfélag Íslands hefur sett í loftið nýjan vef fyrir landið og húsið við Úlfljótsvatn, en þar stundar félagið ýmis konar skógrækt í samstarfi við meðeigendur að Úlfljótsvatnsjörðinni – Bandalag íslenskra skáta og Skátasamband Reykjavíkur.

Á vefnum er fjallað um skógræktarstarfsemi félagsins, sjálfboðaliðaverkefni og vetrargistingu, auk nýrrar vinnustofudvalar (residency) að vetri fyrir rithöfunda, hlaðvarps-/kvikmyndagerðafólk og aðra listamenn. Vefnum er fyrst og fremst beint að alþjóðlegum lesendum – mögulegum sumarsjálfboðaliðum, vetrargestur og listafólki – til að útskýra hvað Skógræktarfélag Íslands gerir og er, en fróðleikurinn nýtist samt bæði Íslendingum og erlendum gestum.

Framtíðin er björt á Úlfljótsvatni!

Vefurinn: https://www.ulfljotsvatnlakehouse.com/