Skip to main content

Rafrænt félagsskírteini skógræktarfélaganna 2023

Með 17. apríl, 2023Fréttir

Skógræktarfélögin innan vébanda Skógræktarfélags Íslands hafa um áraraðir verið með sameiginlegt félagsskírteini skógræktarfélaganna og hefur það veitt afslætti hjá ýmsum vel völdum fyrirtækjum.

Árið 2022 var byrjað að gefa skírteinið út á rafrænu formi og er það nú geymt í farsímanum. Allir félagar með skráð virkt netfang fengu sendan tengil til að hlaða skírteininu niður í símann. Skírteinið er virkt svo lengi sem félagsmaður er skráður í skógræktarfélag.

Skírteinið er uppfært árlega. Félagar með Android síma þurfa ekkert að gera, þar sem skírteinið uppfærist sjálfkrafa þegar skírteinið er opnað. Félagar með Iphone geta uppfært skírteinið með því að fara á „bakhlið“ skírteinisins (punktarnir þrír í hægra horninu uppi), smella á „Pass details“ og strjúka svo niður skjáinn og uppfærist skírteinið þá.

Félagsmenn sem eru ekki nú þegar með skírteinið og vilja nálgast það geta haft samband við Skógræktarfélag Íslands með tölvupósti á rf@skog.is eða í síma 551-8150 til að athuga með skráningu.