Skip to main content

Safnanótt: umhirða garðverkfæra

Með 30. janúar, 2023Fréttir

Föstudaginn 3. febrúar er Safnanótt. Þá býðst gestum og gangandi að koma í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur kl. 18-19 og læra allt um umhirðu garðverkfæra.

Starfsfólk Grasagarðsins og Skógræktarfélags Íslands verða á staðnum til að kenna handtökin við brýningar á klippum, kantskerum, skóflum og fleiru. Þá verður farið yfir hvernig eigi að geyma verkfærin svo þau endist sem lengst.

Gefðu gömlu klippunum þínum nýtt líf með því að mæta með þær í garðskála Grasagarðsins á Safnanótt.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins og Skógræktarfélags Íslands og liður í Safnanótt á Vetrarhátíð.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!