Skip to main content

Skjótum rótum gróðursetning

Með 22. september, 2021október 7th, 2021Fréttir

Miðvikudaginn 6. október næst komandi kl. 16:30 munu félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörgu ásamt fulltrúum Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Reykjavíkur koma saman og gróðursetja tré í Heiðmörk. Er sú gróðursetning undir hatti Skjótum rótum verkefnisins, en það felst í því að bjóða þeim sem ekki vilja kaupa flugelda af björgunarsveitunum upp á að kaupa gróðursetningu trés – Rótarskots – í staðinn.

Gróðursett verður í Heiðmörk í útjaðri svæðisins sem brann í vor. Boðið verður upp á hressingu fyrir gróðursetjarana og hoppukastala fyrir þá yngri.

Nánari staðsetningu má sjá á kortum hér að neðan. Tengill Google Maps fyrir staðsetningu bílastæðis: https://goo.gl/maps/uCDzUd6opERoCZYh8