Skip to main content

Skógræktarfélag Eyfirðinga: Sveppaganga

Með 19. júlí, 2022Fréttir

Mánudaginn 25. júlí kl. 17:30 mun Skógræktarfélag Eyfirðinga standa fyrir sinni árlegu sveppagöngu sem að þessu sinni fer fram í Miðhálsstaðaskógi í Öxnadal. 70 ár eru frá því skógrækt hófst á Miðhálsstöðum og mun sagan verða rakin í kaffipásunni.

Guðríður Gyða, sveppafræðingurinn okkar, fræðir gesti um neðanjarðarhagkerfi skóganna ásamt því hvernig greina skuli og meðhöndla helstu matsveppi. Þátttakendur safna sveppum í skóginum og fá greiningu á þeim, markmiðið er að óvanir geti stundað örugga sveppatínslu og lengra komnir bætt við þekkingu sína.

Göngufólk mæti með hníf, körfu og stækkunargler (nú eða bara skástu gleraugun) og fjölnota mál fyrir ketilkaffið.

Sé ekið að félagsheimilinu Melum í Hörgárdal munu vegvísar leiða fólk að bílastæði skógarins þar sem gangan hefst.