Skip to main content

Skógræktarfélag Íslands gerir samning við 66°Norður

Með 31. maí, 2021Fréttir

Skógræktarfélag Íslands og Sjóklæðagerðin/66°Norður hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn er til fimm ára og er markmið hans að vinna sameiginlega að ræktun yndisskógar á Úlfljótsvatni, til að efla umhverfisvitund starfsmanna 66°N, binda kolefni og bæta umhverfið.

Samningurinn var undirritaður við hátíðlega athöfn í Úlfljótsvatnskirkju laugardaginn 29. maí. Að undirritun lokinni var haldið til gróðursetningar og fyrstu plönturnar settar niður, í blíðskaparveðri, þrátt fyrir að veður væri almennt frekar rysjótt þennan dag og virðast veðurguðirnir því hafa verið þessu verkefni velviljaðir! Dagskrá dagsins lauk svo með grilli í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni.

F.v. Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°N, takast í hendur að lokinni undirritun samningsins. Mynd: BJ

Það var vasklegur hópur sem nýtti góða veðrið til gróðursetningar. Mynd: BJ