Skip to main content

Skógræktarfélag Íslands og Nettó halda áfram að tryggja aðgengi að skógum landsins

Með 23. apríl, 2024Fréttir

Nettó og Skógræktarfélag Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning um verkefnið Opinn skógur til næstu tveggja ára. Samningurinn lýtur að margvíslegum stuðningi við skógrækt og samvinnu vegna uppbyggingar á skógræktarsvæðum. Nettó hefur verið stuðningsaðili að Opnum skógum um árabil enda fellur verkefnið vel að umhverfisstefnu fyrirtækisins.

Í dag má finna sautján skógarsvæði víðs vegar um landið undir merkjum Opins skógar. Komið hefur verið upp útivistaraðstöðu, skógarstígum, merkingum og leiðbeiningum á svæðunum.

„Skógarnir ættu að vera auðþekkjanlegir landsmönnum á ferð þeirra um landið en við þá alla blakta bláir Nettófánar,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðstjóri Nettó. „Skógræktarfélagið er mikilvæg stoð í náttúru- og umhverfisvernd hér á landi og erum við því gríðarlega ánægð með þetta samstarf og að geta haldið áfram að þróa og bæta aðgengi að skógarsvæðum svo fleiri geta notið þeirra miklu gæða sem felast í íslenskum skógum. Nú þegar vor er í lofti vonum við að sem flestir landsmenn geri sér ferð í Nettó skóga en skógardvöl og samvera er frábær heilsubót.“

Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, segir „Samstarf okkar við Nettó er liður í því að tryggja áframhaldandi vinnu við að opna skógræktarsvæði við alfaraleiðir um allt Ísland. Við sjáum mikla aukningu í notkun skóga, en undanfarin ár hafa vinsældir íþrótta- og heilsuviðburða í skógum landsins aukist mikið og gildir þá einu hvort um er að ræða keppnir eða viðburði ætlaða almenningi. Slíkt hefur mikið gildi fyrir lýðheilsu og skógarmenningu sem við erum stolt að halda uppi.“

Nánar um samstarfið
Meginmarkmið samstarfsins er að bæta aðstöðu og auka aðgengi að opnum skógræktarsvæðum í alfaraleið og miðla fræðslu um lífríki, náttúru og sögu svo almenningur geti nýtt sér skógana til áningar, útivistar og heilsubótar. Með samningnum er rekstur verkefnisins tryggður næstu tvö árin auk þess sem unnið verður að kynningu á því.

Helga Dís Jakobsdóttir, markaðsstjóri Nettó og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, við undirritun samningsins.

 

Umsjón með persónuverndarstillingum

Afar Nauðsynlegt

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Notendasamskipti

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér reynslu markaðssetningar til hins ýtrasta á veraldarvefnum. Allar aðgerðir/áætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostur fyrir hvern ritstjóra vefseturs sem og aðra.

_
_ir