Skip to main content

Skógræktarfélag Íslands og Samkaup undirrita samstarfssamning

Með desember 8, 2021Fréttir

Skógræktarfélag Íslands og Samkaup skrifuðu undir samstarfssamning mánudaginn 6. desember. Er hann endurnýjun samnings er undirritaður var árið 2020 og lýtur að verkefninu Opinn skógur. Er markmið samstarfsins að vinna að framgangi skógræktar í landinu og stuðla að umhverfisbótum, hvetja til og stuðla að gróðurvernd og landgræðslu, auka aðgengi að og kynningu á skóglendum og veita fræðslu um skógrækt og mikilvægi hennar. Þessu er náð fram með því að gera skóga aðgengilegri fyrir almenning í gegnum Opinn skógur verkefnið, en undir hatti þess hafa nú þegar sautján skógar verið „opnaðir“ til almennrar útivistar.

Mun Samkaup styrkja viðhald og uppbyggingu núverandi skóga, auk þess sem hugað verður að opnun fleiri skóga.

 

Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, glaðbeittir að undirritun lokinni. Mynd: BJ

X