Skip to main content

Skógræktarnámskeið

Með 17. október, 2019Fréttir

Vilt þú leggja hönd á plóg við að rækta skóg, hefurðu áhuga á skógrækt eða ertu ef til vill nú þegar skógræktandi? Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, norska sendiráðið og Oslóarborg bjóða upp á ókeypis námskeið sem haldið verður í Heiðmörk laugardaginn 19. október frá kl. 11:00 til ca. 15:30.

Esben Kirk Hansen frá Oslóarborg og Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógræktinni segja frá mikilvægustu þáttum sem huga þarf að við ræktun og plöntun trjáa. Sendiráðið býður upp á kaffi og léttan hádegisverð.

Dæmi um spurningar sem Esben og Aðalsteinn geta svarað eru:
– Hvernig er hægt að nota skóginn? Nýtist hann á annan hátt en til að binda koltvísýring og veita skjól?
– Að hverju þarf að huga áður en plöntun hefst – Hvar er best að planta og hvaða trjátegundir og berjarunnar eru best fyrir íslenskar aðstæður?
– Þarf að grisja? Hvenær og hvernig er best að gera það?
– Hvaða verkfæri og útbúnað þarf ég að hafa?

Námskeiðið er opið öllum – vinsamlegast skráið ykkur:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfqpxxSUKQy9sMFFL-v_2KhNSfgn1cZASJEw_U-gydU5vqIlg/viewform

Það verður farið í göngutúr um skóginn svo klæðið ykkur eftir veðri.

Staður: https://ja.is/?q=%C3%BEingnesvegi
(Smiðja: Starfsstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur á Heimási er staðsett við Þingnesveg rétt austan við Elliðavatnsbæinn).