Skip to main content

Til hamingju Vigdís!

Með 15. apríl, 2024maí 8th, 2024Fréttir

Vigdís Finnbogadóttir fagnar 94 ára afmæli sínu í dag. Skógræktarfélag Íslands óskar henni hjartanlega til hamingju með afmælið!

Vigdís hefur verið ötull talsmaður skógræktar, landgræðslu og umhverfismála hérlendis, bæði í forsetatíð hennar og síðar. Hún var gerður heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands árið 1984 fyrir framlag sitt til skógræktar og hefur verið tíður gestur á viðburðum félagsins í gegnum árin, ávallt tilbúin til þeirra verka sem félagið hefur óskað eftir.

Þess má til gamans geta að Vigdís deilir afmælisári með Skógræktarfélagi Íslands, en það var stofnað árið 1930.