Skip to main content

Tré ársins 2019

Með 11. október, 2019Fréttir

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við Lambhaga, útnefnir rauðgreni (Picea abies) í Elliðaárhólma sem Tré ársins 2019. Útnefningarathöfn hefst mánudaginn 14. október kl. 13:30.

Við athöfnina munu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, flytja ávarp, auk fulltrúa styrktaraðila. Lára Rúnarsdóttir flytur tónlist, viðurkenningaskjal verður afhent og skjöldur afhjúpaður og tréð mælt hátt og lágt. Kaffi og kleinur í boði Orkuveitunnar.

Er þetta í fyrsta sinn sem rauðgrenitré er útnefnt Tré ársins og er tréð sérlega glæsilegt.

Safnast verður saman við Rafveituheimilið og gengið þaðan að trénu (rauða punkti á mynd).