Skip to main content

Tré ársins 2022

Með 7. september, 2022Fréttir

Tré ársins verður formlega útnefnt mánudaginn 12. september kl. 16. Að þessu sinni er um að ræða sitkagrenitré á Kirkjubæjarklaustri.  Athöfnin fer fram vestan við Systrafoss.

Dagskrá:

  • Tónlist. Hjónin Zbigniew Zuchowicz, skólastjóri Tónlistarskóla Skaftárhrepps og Teresa Zuchowicz
  • Ávarp: Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
  • Mæling á Tré ársins
  • Ávarp: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
  • Afhending viðurkenningarskjala
  • Ávarp: Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri

Veitingar í boði Skógræktarfélags Íslands.

Tónlist leikin af fingrum fram.

Allir velkomnir!

 

Styrktaraðili Tré ársins er Lambhagi ehf.