Skip to main content

Tré ársins 2023 útnefnt

Með 7. september, 2023Fréttir

Tré ársins 2023 verður formlega útnefnt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 10. september. Að þessu sinni er um að ræða sitkagreni (Picea sitchensis) á Seyðisfirði, ofan við Hafnargötu 32 (þar sem Sandfell stóð).

Dagskrá útnefningarathafnar:

Kl. 13:00

  1. Tónlist: Arna Magnúsdóttir og Ágúst Torfi Magnússon
  2. Ávarp: Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
  3. Mæling á Tré ársins 2023
  4. Ávarp: Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings
  5. Afhending viðurkenningarskjala
  6. Ávarp: Hafberg Þórisson, styrktaraðili Trés ársins
  7. Veitingar í boði Skógræktarfélags Íslands í Tækniminjasafninu.

Tónlist leikin af fingrum fram.

Allir velkomnir!

Styrktaraðili Trés ársins er Lambhagi ehf.