Skip to main content

Varúð! Brunahætta!

Með 10. maí, 2021Fréttir

Nú er búin að vera veruleg þurrkatíð, með þurru lofti og sólskini sem þurrkar yfirborð jarðar. Í svona tíð er mikil hætta á svarð- og gróðureldum og þarf lítið til, eða eins og segir í laginu „Af litlum neista verður oft mikil bál“, eins og nýjustu fréttir úr Heiðmörk sýna alltof vel.

Því skiptir miklu máli að ganga sérstaklega varlega um:

  • Hendið ekki sígarettum/vindlingum á víðavangi (á ekki að gera hvort sem er, en á sérstaklega við nú!).
  • Bíðið með grillið/varðeldinn/kamínuna þar til kemur væta og almennt gildir að forðast skal að nota einnota grill og alls ekki setja þau niður á gróið land.
  • Látið vita ef þið verðið vör við óábyrga umgengni.

Kynnið ykkur forvarnir og fyrstu viðbrögð – greinargóðar upplýsingar má finna á https://www.grodureldar.is/