Frækornið

Frækornið er lítill fjórblöðungur sem inniheldur upplýsingar um afmarkaða þætti skógræktar, til dæmis einstakar trjátegundir, ræktun við tiltekin skilyrði (til dæmis á lyngmóum), plágur sem herjað geta á tré og skóga, jólatré, fræsöfnun og margt fleira.

Hægt er að kaup stök Frækorn. Að auki er til sérprentuð safnmappa fyrir Frækornin, sem hægt er að kaupa staka eða með öllum útkomnum Frækornum.

Verðlisti – póstburðargjald leggst ofan á, ef sent.

Frækorn
Ef keypt eru 10 stykki eða fleiri er 30% afsláttur
250 kr.
Frækornsmappa 1.000 kr.
Frækornsmappa með Frækornum 7.500 kr.

Útgefin Frækorn:

1 Stiklingar – Klipping og geymsla
2 Ræktun græðlinga
3 Skógrækt á lyngmóum
4 Ræktun sitkagrenis
5 Áburðargjöf á trjáplöntur – tilbúinn áburður
6 Gæði skógarplantna
7 Alaskaösp á Íslandi
8 Klipping trjáa
9 Söfnun og sáning barrtrjáfræs
10 Meindýr í trjá- og skógrækt – Sitkalús
11 Alaskavíðir
12 Reynir
13 Flutningur trjáa
14 Íslensk jólatré
15 Skjólbelti – Skipulag og virkni
16 Meindýr í skóg- og trjárækt – Ranabjöllur
17 Skógarsveppir – Pípusveppir
18 Gróðursetning með búfjáráburði
19 Fjölgun blæaspar með græðlingum
20 Ræktun stafafuru
21 Ræktun alaskaaspar af fræi
22 Lindifura
23 Garð- og skógarfuglar
24 Blæösp
25 Blágreni
26 Birkifræ – Söfnun og sáning
27 Garðahlynur
28 Rifs
29 Epli (Malus)
30 Reynitegundir
31 Hlíðaramall – fallegur og bragðgóður
32 Gisjun
33 Sólber
34 Skógarfuglar
35 Skógrækt á svölunum
36 Jólatrjáaræktun fjallaþins á Íslandi
37 Sitkabastarður