Skip to main content

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna 2023

Með 23. nóvember, 2023Fréttir

Margar fjölskyldur eru með þá hefð að sækja sér jólatré í skóginn á aðventunni og má finna jólaskóga í flestum landshlutum hjá skógræktarfélögunum. Fyrir þá sem hafa minni áhuga á skógargöngu eru svo ýmsir aðilar sem selja íslensk tré.

Fyrstu félögin ríða á vaðið með sölu í byrjun aðventunnar. Nánari upplýsingar um sölur hjá skógræktarfélögunum má finna á vefnum – http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/ – og heimasíðum/Facebook-síðum einstakra skógræktarfélaga.

Verslum í heimabyggð!

Íslensk jólatré eru ilmandi fersk, vistvæn í ræktun, með lægra kolefnisspor og með því að kaupa íslenskt jólatré styður þú við skógræktarstarf í landinu, því fyrir hvert selt jólatré er hægt að gróðursetja tugi trjáa. Það þarf því ekki að hafa samviskubit yfir því að fella tréð!