Hér má finna ýmsar upplýsingar um íslensk jólatré og jólaskóga skógræktarfélaganna.

hvadvelja-min hvadgera-min

Verið velkomin í jólaskóginn

Upplýsingar um skógræktarfélög sem verða með jólatrjáasölu verða settar inn jafnóðum og þær berast.

Skógræktarfélag Akraness er með jólaskóg í Slögu sunnudagana 15. og 22. desember

Skógræktarfélag A-Húnvetninga er með jólaskóg að Gunnfríðarstöðum laugardaginn 21. desember.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgarnar 7.-8. og 14.-15. desember, auk daganna 21. – 23. desember.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti laugardaginn 14. desember og í Grafarkotsskógi, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar, helgina 14.-15. desember og 21. desember.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi helgarnar 14. -15. og 21. – 22. desember.

Skógræktarfélag Eyrarsveitar er með jólatrjáasölu í Brekkuskógi í Grundarfirði og Eiðisskógi.

Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólaskóg í Smalaholti laugardaginn 14. desember.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáasölu í Þöll við Kaldárselsveg helgarnar 7.-8., 14.-15. og 21.-22. desember.

Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólaskóg í reit ofan Bræðratungu laugardaginn 14. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Kjalarness er með jólatrjáasölu á Fossá, helgarnar 7. – 8. desember og 14. – 15. desember, í samstarfi Fossár skógræktarfélags.

Skógræktarfélag Kópavogs er með jólatrjáasölu á Fossá helgarnar 7. – 8. og 14. – 15. desember, í samstarfi Fossár skógræktarfélags.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg dagana 8.-23. desember og á Fossá í Hvalfirði, í samstarfi Fossár, skógræktarfélags.

Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi laugardaginn 21. desember.

Skógræktarfélag Rangæinga er með jólatrjáasölu í Bolholtsskógi sunnudaginn 15. desember.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á jólamarkaðinum á Elliðavatni og jólaskóg á Hólmsheiði allar helgar í desember fram að jólum.

Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólatrjáasölu í Álfholtsskógi helgina 14. – 15. desember.

Skógræktarfélag Tálknafjarðar er með jólatrjáasölu laugardaginn 21. desember.

Skógræktarfélag Íslands tekur á móti fyrirtækjahópum í skóginn á Ingunnarstöðum í Brynjudal.

 

Skógræktin og skógarbændur eru einnig að selja jólatré. Upplýsingar um sölustaði hjá þeim eru á heimasíðu Skógræktarinnar.