Skip to main content

Hér má finna ýmsar upplýsingar um íslensk jólatré og jólaskóga skógræktarfélaganna.

hvadvelja-min hvadgera-min

Verið velkomin í jólaskóginn

Upplýsingar um skógræktarfélög sem verða með jólatrjáasölu verða settar inn jafnóðum og þær berast.

Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu sunnudaginn 18. desember kl. 12-15.

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga er með jólatrjáasölu í Gunnfríðarstaðaskógi laugardaginn 17. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum aðventuhelgarnar og vikuna 19.-23. desember kl. 11-16.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti laugardaginn 17. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólaskóg í Laugalandsskógi helgarnar 10.-11. og 17.-18. desember og jólatrjáasölu í Kjarnaskógi frá 5. desember fram að jólum, kl. 10-18.

Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólaskóg í Smalaholti laugardaginn 17. desember kl. 11:30-15:30.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kaldárselsveg frá og með 3. desember, kl. 10-18.

Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólatrjáasölu laugardaginn 10. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð 10. – 23. desember. Opið um helgar kl. 10-16, vikuna 12.-16. desember kl. 14-17, dagana 19.-22. desember kl. 12-17 og á Þorláksmessu kl. 10-16.

Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi laugardaginn 17. desember kl. 13:30-15:00.

Skógræktarfélag Rangæinga er með jólaskóg í Bolholti laugardaginn 17. desember kl. 12-15.

Skógræktarfélag Reyðarfjarðar er með jólatrjáasölu sunnudaginn 11. desember kl. 10-13.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á jólamarkaðinum á Elliðavatni allar aðventuhelgar kl. 12-17 og jólaskóg á Hólmsheiði helgarnar 3.-4., 10.-11. og 17.-18. desember kl. 11-16. Jólatrjáasala á Lækjartorgi verður helgina 17.-18. desember kl. 14-18 og dagana 19.-22. des. kl. 16-20.

Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólatrjáasölu í Álfholtsskógi helgina 10.-11. desember og laugardaginn 17. desember kl. 12-15:30.

Skógræktarfélag Stykkishólms er með jólatrjáasölu í Sauraskógi laugardaginn 10. desember og í Grensás laugardaginn 17. desember, báða dagana kl. 11:30-14.

Skógræktarfélagið Fossá er með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgarnar 3.-4. og 10.-11. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Íslands tekur á móti hópum í skóginn á Ingunnarstöðum í Brynjudal.

 

Skógræktin og skógarbændur hafa einnig selt jólatré.