Hér má finna ýmsar upplýsingar um íslensk jólatré og jólaskóga skógræktarfélaganna.
![]() |
![]() |
Verið velkomin í jólaskóginn
Upplýsingar um skógræktarfélög sem verða með jólatrjáasölu verða settar inn jafnóðum og þær berast.
Skógræktarfélag Akraness er með jólatrjáasölu sunnudaginn 18. desember kl. 12-15.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti laugardaginn 17. desember kl. 11-15.
Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólaskóg í Smalaholti laugardaginn 17. desember kl. 11:30-15:30.
Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólatrjáasölu laugardaginn 10. desember kl. 13-15.
Skógræktarfélag Rangæinga er með jólaskóg í Bolholti laugardaginn 17. desember kl. 12-15.
Skógræktarfélag Reyðarfjarðar er með jólatrjáasölu sunnudaginn 11. desember kl. 10-13.
Skógræktarfélag Íslands tekur á móti hópum í skóginn á Ingunnarstöðum í Brynjudal.
Skógræktin og skógarbændur hafa einnig selt jólatré.