Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2014

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg, Strandgötu 34, fimmtudaginn 27. mars kl. 20:00.

Að loknum venjulegum aðalfundarstöfum mun Björn Traustason sérfræðingur í landfræðilegum upplýsingakerfum hjá rannsóknarstöð skógræktarinnar á Mógilsá flytja erindi sem hann nefnir Skóglendi í umdæmi Hafnarfjarðar – núverandi staða og möguleg framtíðarsýn.

Félagið býður upp á kaffi í hléi. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268.

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg, Strandgötu 34, fimmtudaginn 27. mars kl. 20.00. Að loknum venjulegum aðalfundarstöfum mun Björn Traustason sérfræðingur í landfræðilegum upplýsingakerfum hjá rannsóknarstöð skógræktarinnar á Mógilsá flytja erindi er nefnist „Skóglendi í umdæmi Hafnarfjarðar – núverandi staða og möguleg framtíðarsýn“.

Félagið býður upp á kaffi í hléi. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268.

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2014

Með Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn fimmtudaginn 20. mars í Safnaðarheimilinu við Kirkjulund og hefst kl. 20:00. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun gestur fundarins, Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, Skógrækt ríkisins, flytja fræðsluerindi um eðaltré í skjóli skóga. Kaffiveitingar í boði félagsins.

Allir velkomnir.

Fagráðstefna skógræktar 2014: Skógur og skipulag

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2014 verður haldin á Hótel Selfossi dagana 12.-13. mars og er rúmlega helmingur erinda tengur þemanu „skógur og skipulag“.

Ráðstefnugögn verða afhent kl. 18:00 til 20:00 þriðjudaginn 11. mars. Allir eru hvattir til að mæta strax á umræddum tíma á þriðjudeginum og nota kvöldið til að rækta tengslin við annað skógarfólk. Dagskrá ráðstefnunnar hefst svo kl. 9:00 á miðvikudagsmorgni.

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 12. febrúar í tölvupósti til harpadis@sudskogur.is eða í síma 480 1825. Við skráningu þarf að taka fram hvort gist er eina eða tvær nætur og á hvaða kennitölu reikningur á að fara. Ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara á Hótel Selfoss. Greiða þarf gistingu og mat á staðnum til hótelsins, en ráðstefnugjald verður innheimt af Suðurlandsskógum.

Kostnaður:

Ráðstefnugjald: (leiga á fundarsal, skoðunarferð, ráðstefnugögn, veislustjórn m.m. ) kr. 4.000 .-
Ráðstefnugjald með nemendaafslætti kr. 2.000.-
Gisting tvær nætur og matur (gist í 2ja manna herbergi) kr. 28.710.-
Gisting eina nótt og matur (gist í 2ja manna herbergi) kr. 21.220.-
Gisting tvær nætur og matur (gist í eins manns herbergi) kr. 36.730.-
Gisting eina nótt og matur (gist í eins manns herbergi) kr. 25.230.-
Matur án gistingar kr. 13.730.-

 Innifalið í gjaldi fyrir gistingu og mat er: Gisting á Hótel Selfoss með morgunmat, einn hátíðarkvöldverður, tveir hádegisverðir og ráðstefnukaffi með meðlæti.

Dagskrá:

Þriðjudagur 11. mars

18:00-19:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna
19:00-20:00 Kvöldverður – frjálst
20:00 -> Spjall og ýmsir fundir s.s. aðalfundur Skógfræðingafélagsins

 Miðvikudagur 12. mars
Fundarstjórar: Sæmundur Þorvaldsson og Ólöf Sigurbjartsdóttir 

8.30-9.00 Afhending ráðstefnugagna
9:00- 9:20 Gestir boðnir velkomnir. 
Umhverfis- og landbúnaðarráðherra setur ráðstefnuna.
9:20-9:45 Skógar Evrópu. Samningar um sjálfbæra nýtingu
Jón Geir Pétursson
20 mín. + umræður 5 mín.
9:45-10:25 Skipulag skógræktar á Íslandi 
Björn Barkarson 
30 mín. + umræður 10 mín.
10:25-10:50 Kaffihlé
10:50-10:55 Örerindi. Jákvæðir fjölmiðlar
Magnús Hlynur Hreiðarsson
10:55-11:20 Að vega og meta margbreytileika lífríkis við skipulag,  skógrækt og  „skipulagslausa skógrækt“
Aðalsteinn Sigurgeirsson 
20 mín. + umræður 5 mín.
11:20-11:45 Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga
Hallgrímur Indriðason
20 mín. + umræður 5 mín.
11:45-11:55 Örerindi. Botnlæg sjávardýr
Ásgeir Eiríkur Guðnason
12-13:00 Hádegisverður
13:00-13:25 Aðalskipulag Borgarbyggðar og mismunandi sjónarmið í nýtingu lands 
Ragnar Frank Kristjánsson 
20 mín. + umræður 5 mín.
13:25-13:50 Skógræktarstefna sveitarfélaga – aðferðafræði við greiningu mögulegs skógræktarlands
Björn Traustason
20 mín. + umræður 5 mín. 
13:50-14:15 Hagfræði mismunandi landnýtingarkosta – Nóg land til skógræktar og annars landbúnaðar
Eggert Þórarinsson
20 mín. + umræður 5 mín.
14:15-14:20 Örerindi. Bókarkynning. Skógarauðlindin – ræktun, umhirða og nýting
14:20-14:45 Meðferð sveitarfélaga á framkvæmdaleyfi til skógræktar
Þröstur Eysteinsson 
20 mín. + umræður 5 mín.
14:45-15.10 Skógrækt í bland við aðra landnýtingu
Pétur Ingi Haraldsson
20 mín. + umræður 5 mín.
15:10 – 15:35 Er skógrækt afturkræf aðgerð í nýtingu lands? 
Hreinn Óskarsson
20 mín. + umræður 5 mín.
15:35-18:00 Kaffi úti í Hellisskógi
19:30-> Kvöldverður og skemmtidagskrá

 

Fimmtudagur 13. mars
Fundarstjórar: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Valgerður Jónsdóttir

9:00-9:25 Skógrækt sem fjárfestingarmöguleiki
Þorbergur Hjalti Jónsson
20 mín. + umræður 5 mín.
9:25-9:45 Sveppir og sveppanytjar í skógum á Íslandi 
Bjarni Diðrik Sigurðsson
15 mín. + umræður 5 mín.
9:45-10:05 Könnun á hagkvæmni þess að kynda upp byggðina í Grímsey með viðarkögglum eða kurli
Rúnar Ísleifsson
15 mín. + umræður 5 mín.
10:05- 10:40 Kaffi
Veggspjaldakynning – 5 mín. á veggspjald
10:40-11:05 Brunavarnir 
Björn B. Jónsson og Böðvar Guðmundsson
20 mín. + umræður 5 mín.
11:05-11:25 Stefnumótun um ræktun götutrjáa og val á tegundum
Samson B. Harðarson
15 mín. + umræður 5 mín.
11:25-11:45 Eru „mini“- plöntur lausnin ?
Trausti Jóhannsson

15 mín. + umræður 5 mín.
11:45-12:05 Skipulag í grunn – og endurmenntun í skógrækt á Íslandi
Guðríður Helgadóttir
15 mín. + umræður 5 mín.
12:05-13:00 Hádegisverður
13:00-13:10 Örerindi. Kögglar (Pellet) til mismunandi nota
Sigurður Halldórsson
13:10-13:30 Fagurfræði skógræktar – helsi eða brúarsmíði 
Helena Guttormsdóttir
15 mín. + umræður 5 mín.
13:30-13:45 Þátttaka Íslands í evrópuverkefninu COST FP1203, aðrar nytjar en viðarnytjar (Non wood forest products)
Agnes Geirdal og Lilja Magnúsdóttir 
10 mín. + umræður 5 mín.
13:45-14:05 Skipulag skóga með tilliti til skógarafurða og nýtingarmöguleika þeirra
Lilja Magnúsdóttir
15 mín. + umræður 5 mín.
14:05-14:25 Innihald andoxunarefnis í greniberki á Íslandi, vinnsluaðferðir, einkaleyfishæfi og hagkvæmnisathuganir 
Hannes Þór Hafsteinsson
15 mín. + umræður 5 mín.
14:25:14:40 Samantekt – Arnór Snorrason
14:40-14:45 Næsta fagráðstefna í skógrækt – fulltrúi Vesturlands
14:45-15:00 Tilkynningar og ráðstefnuslit

 

Veggspjöld:

Hrymur á Hrútsstaði 
Bergþóra Jónsdóttir

Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi
Hraundís Guðmundsdóttir

Bestu tré asparklóna – Staðan í asparkynbótaverkefninu
Halldór Sverrisson

Rannsókn á áhrifum af hlýnun jarðvegs á gróðurfar í skóglendi og graslendi á Reykjum, Ölfusi
Elín Guðmundsdóttir

Niðurstöður á lifun skógarplantna í úttekt Norðurlandsskóga 
Bergsveinn Þórsson

 

 
 

Námskeiðaröð um ræktun jólatrjáa

Með Fræðsla

Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð í samstarfi við Else Möller fyrir vel heppnuðu námskeiði á Elliðavatni um ræktun jólatrjáa síðast liðið haust. Í ár verður boðið upp á röð námskeiða þar sem sérfræðingar munu fara ofan í saumana á mikilvægum atriðum í ræktun og umhirðu jólatrjáa.

Fyrsta námskeiðið verður haldið þann 11. mars.

Nánari upplýsingar má finna hér (pdf).

jolanamskeid

Else Möller fjallar um jólatrjáaræktun á námskeiði haustið 2013 (Mynd:RF).

Skrína – nýtt vefrit á sviði auðlinda-, landbúnaðar- og umhverfisvísinda

Með Ýmislegt

Skrína, nýtt vefrit á sviði auðlinda-, landbúnaðar- og umhverfisvísinda hefur nú hafið göngu sína. Fyrstu tvær greinarnar sem birtar eru í ritinu fjalla annars vegar um notkun á smárablöndum í landbúnaði og sveppasjúkdóma á Íslandi.

Skrína mun birta bæði ritrýndar, fræðilegar greinar og ritstýrðar greinar almenns eðlis, auk nýgræðinga, ritfregna og ritdóma. Tekið er við greinum til birtingar allt árið og verða þær birtar jafnóðum og þær eru tilbúnar. Auk þess er mögulegt að gefa út sérhefti tengd ráðstefnum og öðrum atburðum eftir atvikum; til dæmis er fyrirhugað að árlega verði gefið út sérhefti tengt vísindaþingi landbúnaðarins ― LANDSÝN ― ef nógu margar greinar berast.

Það er von þeirra er standa að Skrínu, að hún geti orðið öflugur vettvangur fræðilegrar og faglegrar umræðu og styrki rannsóknar- og þróunarstarf á auðlinda-, landbúnaðar- og umhverfisvísinda. Fagfólk innan þessa geira er hvatt til að nýta þennan nýja vettvang vel til að koma rannsóknaniðurstöðum og öðru fræðilegu efni á á framfæri. Nánari upplýsingar um frágang og skil handrita er að finna á vefsíðu Skrínu (www.skrina.is).

Skrína verður öllum opin, sem tryggir ekki aðeins aðgang fræðasamfélagsins að niðurstöðum rannsókna sem þar eru birtar, heldur og alls almennings. Er það í samræmi við hugmyndafræði sem nú ryður sér víða til rúms, að niðurstöður rannsókna sem unnar eru fyrir almannafé eigi að vera öllum aðgengilegar.

Skrína er gefin út af Hólaskóla, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslu ríkisins, Matís, Matvælastofnun (Mast), Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun. Ritstjórn er skipuð fulltrúum þessara stofnana en ritstjóri er Ása L. Aradóttir.