Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2018

Sungið í Skógarsal Háabjalla í Vogum

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Þriðja árið í röð verður haldin söngskemmtun í skóginum í Háabjalla á útivistarsvæði sveitarfélagsins Voga, en söngskemmtunin er hluti af Fjölskyldudögum Voga dagana 13. – 19. ágúst og er haldin miðvikudaginn 15. ágúst kl. 19:30-22:00.

Þeir sem fram koma eru:
Svavar Knútur – söngur hans og gítar- og ukulele-leikur mun hljóma vel í skóginum 
Gunnar Guttormsson syngur norrænar vísur með harmónikuleik Njáls Sigurðssonar
Feðgarnir Ólafur Baldvin og Sigurður Baldvin úr Keflavík koma með eitthvað óvænt 
Eyþrúður úr Vogum leikur eitthvað létt á rafmagnsfiðlu og einnig í söngatriði foreldra sinna, Þorvaldar og Ragnheiðar, sem flytja eigin lög við ljóð Önnu S. Björnsdóttur
og fleiri!

Svo syngja allir saman nokkur lög með söngfélaginu Uppsiglingu.

Samkomugestir fá drykki og brauðdeig til að baka á teini í eldi. Börnunum leiðist það ekki!
Að þessum atburði standa Skógræktarfélagið Skógfell og Norræna félagið í Vogum. Aðgangur er ókeypis.

Bílvegur að Háabjalla er af Grindavíkurvegi andspænis Sólbrekkum og Seltjörn. Einnig verður gengið og hjólað úr Vogum undir Reykjanesbraut við Vogastapa.

Það stefnir í góða skógarferð í Háabjalla í Vogum!