Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

október 2011

Útsala á garðyrkju- og gróðurvörum

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Laugardaginn 29. október kl. 10:00-16:00 verður útsala á ýmsum garðyrkju- og gróðurvörum úr þrotabúi gróðrarstöðvarinnar Borgarprýði á Smiðjuvöllum 12-20, Akranesi, sem Skógræktarfélag Íslands keypti sl. vor.

Upplagt tækifæri fyrir þá sem stunda ræktun.

Helstu gróðurvörur:  Plöntubakkar og pottar af ýmsum gerðum og stærðum,  bæði fyrir sáningu og framræktun á grænmeti, runnum og trjám. Ýmsar gerðir af jarðvegsdúkum, þykkar básamottur og vatnsslöngur, ásamt nokkur hundruð fermetrum af steinhellum. Þá eru einnig til sölu til niðurrifs  bogagróðurhús.

Allar vörur staðgreiðist. Tekið er við greiðslukortum eða reiðufé.

Látið þetta tækifæri ekki úr hendi sleppa!

utsala-0kort

utsala-1

utsala-2

utsala-3

utsala-4

utsala-5

utsala-6

utsala-7

 

Ráðstefna: Heimsins græna gull

Með Fundir og ráðstefnur

Alþjóðleg ráðstefna um ástand og horfur skóga heimsins verður haldin í Kaldalóni i Hörpu 22. október 2011.

Nánar má lesa um ráðstefnuna á heimasíðu Skógræktar ríkisins (hér).

Dagskrá:

10:30-10:35  Kynning: Jón Loftsson, skógræktarstjóri
10:35-10:45   Stuttmynd frá Sameinuðu þjóðunum: Skógar og menn. Lesari: Egill Ólafsson
10:45-10:55 Ávarp: Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
10:55-11:25  Erindi: Staða og horfur hjá skógum heims. Helstu niðurstöður mats á skógarauðlindum heimsins 2010
Mette Wilkie Løyche, forstöðumaður innan skógræktarsviðs Matvæla-og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna
11:25-11:35 Fyrirspurnir og umræður
11:35-12:05  Erindi: Skógar Evrópu fyrir fólkið
Jan Heino, formaður samninganefndar um lagalega bindandi milliríkjasamning um skóga í Evrópu
12:05-12:15 Fyrirspurnir og umræður
12:15-13:15  Hádegisverður
13:15-13:45  Erindi: Frelsi með ábyrgð í sænska skógræktargeiranum
Monika Stridsman, skógræktarstjóri Svíþjóðar
13:45-13:55  Fyrirspurnir og umræður
13:55-14:25 Erindi: Skógrækt á Írlandi: Yfirlit
Aine Ni Dhubháin, prófessor í skógfræði við Dyflinnarháskóla
14:25-14:35  Fyrirspurnir og umræður
14:35-15:05 Kaffihlé
15:05-15:20  Tónlistaratriði: Gissur Páll Gissurarson
15:20-15:50  Erindi: Framlag Íslands til skógræktar í heiminum
Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri Þjóðskóganna
15:50-16:00  Fyrirspurnir og umræður
16:00-16:30  Samantekt og pallborð: Jón Geir Pétursson, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu.

Fundarstjóri: Aðalsteinn Sigurgeirson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá

 

Trjámælingar – verðmæt tré hjá Skógræktarfélagi A-Húnvetninga

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga verður á ferðinni næstu 2 vikur við að mæla hæð og ummál á trjágróðri á sínu félagssvæði. Hvert er mesta tré svæðisins?

Einnig verður leitað að „merkistrjám“, þ.e. trjám sem eru sérstök á einhvern máta. Mælt var með því á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Höfn í Hornafirði að skógræktarfélög tækju saman skrá yfir merkileg og verðmæt tré á sínum félagssvæðum, til að stuðla að verndun þeirra vegna fræðslugildis, ferðamennsku og skipulagsgildis.

Óskað er eftir ábendingum.Hafið samband við Pál Ingþór í síma 865-3959 eða sendið upplýsingar á palliingthor(hjá)simnet.is

 

hrutey
Myndarleg grenitré í Hrútey (Mynd:RF).