Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2016

Skógarleikar á Heiðmörk

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Annað árið í röð efnir Skógræktarfélag Reykjavíkur til Skógarleikanna í Heiðmörk. Nokkrir af færustu skógarhöggsmönnum Suður- og Vesturlands munu leiða saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum, svo sem axarkasti, bolahöggi og afkvistun trjábola. Í leikslok fá gestir að spreyta sig í axarkastinu. Stjórnandi leikanna er skógfræðingurinn Gústaf Jarl og dómari er Björn Bjarndal.

Furulundur verður uppfullur af ævintýrum þennan dag. Gestir fá tækifæri til að spreyta sig í tálgun í ferskan við beint úr skóginum undir leiðsögn tálgunarmeistarans Valdórs Bóassonar. Eldsmiðurinn Einar Gunnar mun sýna listir sínar og hamra heitt járnið yfir logandi eldi. Borðtennisborð og ýmis skógarleiktæki eru einnig í lundinum.

Gestum er boðið í grillveislu þar sem grillað verður meðal annars yfir varðeldi skógarbrauð á priki og rjúkandi ketilkaffi verður einnig á boðstólum.

Allir hjartanlega velkomnir!
 

Hægt er að að fylgjast með á Facebook: Skógarleikarnir og á Snapchat: heidmork
 

Allar frekari upplýsingar veitir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir í síma 690-9874.


skogarleikar1

Keppni í afkvistum á Skógarleikum 2015 (Mynd: RF).

skogarleikar2

Gestir spreyta sig á axarkasti á Skógarleikum 2015 (Mynd: RF).