Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2021

The Icelandic Forestry Association signs a contract with 66°N

Með News

The Icelandic Forestry Association and the company 66°N have signed a five year contract of collaboration. The goal of the contract is to work jointly towards the cultivation of a recreational forest at Úlfljótsvatn, to increase environmental awareness of 66°N employees, sequester carbon and improve the environment.

The contract was signed in the Úlfljótsvatnskirkja church on Saturday, May 29th. After the signing the people present headed out to plant the first trees, in lovely weather. The day then concluded with a barbecue at the Scout outdoor centre at Úlfljótsvatn.

From left. Jónatan Garðarsson, chairman of the Icelandic Forestry Association and Helgi Rúnar Óskarsson, director of 66°N, shake hands after signing the contract. Photo: BJ

The planters happy with their work! Photo: BJ

Skógræktarfélag Íslands gerir samning við 66°Norður

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands og Sjóklæðagerðin/66°Norður hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn er til fimm ára og er markmið hans að vinna sameiginlega að ræktun yndisskógar á Úlfljótsvatni, til að efla umhverfisvitund starfsmanna 66°N, binda kolefni og bæta umhverfið.

Samningurinn var undirritaður við hátíðlega athöfn í Úlfljótsvatnskirkju laugardaginn 29. maí. Að undirritun lokinni var haldið til gróðursetningar og fyrstu plönturnar settar niður, í blíðskaparveðri, þrátt fyrir að veður væri almennt frekar rysjótt þennan dag og virðast veðurguðirnir því hafa verið þessu verkefni velviljaðir! Dagskrá dagsins lauk svo með grilli í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni.

F.v. Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°N, takast í hendur að lokinni undirritun samningsins. Mynd: BJ

Það var vasklegur hópur sem nýtti góða veðrið til gróðursetningar. Mynd: BJ

Meistaravörn í skógfræði 2. júní

Með Fréttir

Þórhildur Ísberg ver meistararitgerð sína í skógfræði er nefnist „The pathogenicity of the blue stain fungus Ophiostoma clavatum in Scots pine seedlings” á ensku, en á íslensku útleggst titillinn „Sýkingarmætti grágeitarsveppsins Ophiostoma clavatum í fræplöntum skógarfuru”.

Leiðbeinendur eru dr. Riikka Linnakoski við Náttúruauðlindastofnun Finnlands (LUKE), próf. Bjarni Diðrik Sigurðsson við Landbúnaðarháskóla Íslands og dr. Risto Kasanen við Helsinkiháskóla.

Vörnin fer fram miðvikudaginn 2. júní 2021 kl. 13:00 og verður streymt í gegnum Zoom fjarfundabúnað. Nánari upplýsingar á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands – lbhi.is

 

 

The first issue of the 2021 Journal of the Icelandic Forestry Association is published

Með News

The first issue of the 2021 Journal of the Icelandic Forestry Association (Skógræktarritið) has been published and posted to its subscribers. The issue contains, as usual, a range of articles on diverse aspects of forestry, including the use of poplar cuttings in forestry, the tallest oaks in Iceland, different tree combinations in forestry, forestry at Skálholt, forests as carbon sinks, an anthropological study of the forestry associations, generational shifts in forests, forestry in Reyðarfjörður and the supernatural side of forests.

The cover picture is a painting titled “Gróður jarðar” (Earth vegetation) by the Icelandic artist Tolli.

Skógræktarritið (formerly Ársrit Skógræktarfélag Íslands) is the only regular journal about forestry in Iceland and the main forum of writing by Icelandic foresters and others interested in the various aspects of forestry. The content of the publication is therefore very diverse and extensive.

Fyrra tölublað Skógræktarritsins 2021 er komið út

Með Fréttir

Fyrra tölublað Skógræktarritsins 2021 er nú komið út og í póst til áskrifenda. Að venju má finna í ritinu greinar um hinar ýmsu hliðar skóga. Að þessu sinni eru meðal annars greinar um notkun aspargræðlinga í skógrækt, hæstu eikur á Íslandi, mismunandi tegundablöndur í skógrækt, skógrækt í Skálholti, skóga sem kolefnisforðabúr, mannfræðilega úttekt á skógræktarfélögunum, kynslóðaskipti í skógum, skógrækt á Reyðarfirði og hina yfirnáttúrulegu hliðar skóganna, auk viðtals – og minningargreina.

Kápu ritsins prýðir að þessu sinni myndin „Gróður jarðar“ eftir Tolla.

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt.

Hægt er að gerast áskrifandi að ritinu – sjá nánar: http://www.skog.is/skograektarritid/

Mosfellsbær Forestry Association annual general meeting 2021

Með News

The Mosfellsbær Forestry Association will be held on Tuesday, May 18th, starting at 20:00 in the hall of Björgunarsveitin Kyndill in Mosfellsbæ, at Völuteigur 23.

Programme:

  1. Election of chairman and meeting secretary
  2. Board report 2020
  3. Association’s accounts 2020
  4. Amendments to the bylaws
  5. Membership fee for 2021
  6. Election of the board and auditor
  7. Other items

Proposals for amendments of the bylaws will be put to the meeting. The proposal can be viewed on the Association’s website – www.skogmos.is

The meeting will conclude with a presentation by Brynjólfur Jónsson, director of the Icelandic Forestry Association, on the status, role and future vision of the Icelandic Forestry Association.

Due to Covid-19 there will be no refreshments on offer. The 2 m rule applies and hand sanitizer will be provided.

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2021

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar verður haldinn þriðjudaginn 18. maí kl. 20:00 í sal Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, Völuteigi 23.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar 2020
  3. Reikningar félagsins 2020
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun um félagsgjöld 2021
  6. Kosning stjórnar og endurskoðenda
  7. Önnur mál

 

Tillögur að breytingum á lögum félagsins verða lagðar fram til samþykktar á fundinum. Tillögurnar er hægt að skoða á vef Skógræktarfélagsins www.skogmos.is

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, halda erindi um stöðu, hlutverk og framtíðarsýn Skógræktarfélags Íslands.

Vegna Covid-19 verða engar veitingar að loknum fundinum. Farið verður eftir 2 m reglunni og verður spritt á staðnum.

Varúð! Brunahætta!

Með Fréttir

Nú er búin að vera veruleg þurrkatíð, með þurru lofti og sólskini sem þurrkar yfirborð jarðar. Í svona tíð er mikil hætta á svarð- og gróðureldum og þarf lítið til, eða eins og segir í laginu „Af litlum neista verður oft mikil bál“, eins og nýjustu fréttir úr Heiðmörk sýna alltof vel.

Því skiptir miklu máli að ganga sérstaklega varlega um:

  • Hendið ekki sígarettum/vindlingum á víðavangi (á ekki að gera hvort sem er, en á sérstaklega við nú!).
  • Bíðið með grillið/varðeldinn/kamínuna þar til kemur væta og almennt gildir að forðast skal að nota einnota grill og alls ekki setja þau niður á gróið land.
  • Látið vita ef þið verðið vör við óábyrga umgengni.

Kynnið ykkur forvarnir og fyrstu viðbrögð – greinargóðar upplýsingar má finna á https://www.grodureldar.is/