Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

janúar 2015

Auglýst eftir erindum á Fagráðstefnu skógræktar

Með Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2015 verður haldin í Borgarnesi dagana 11.-12. mars. Fyrri dagur ráðstefnunnar verður þemadagur undir yfirskriftinni „Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum“ og er dagurinn haldinn í samstarfi við Nordgen, sem er norræn stofnun um varðveislu og rannsóknir á erfðaauðlindum.

Seinni dag ráðstefnunnar verður boðið upp á erindi um skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd og auglýsir undirbúningsnefnd nú eftir erindum fyrir þennan hluta ráðstefnunnar. Miðað er við að erindi séu 15 mínútur og svo gefist 5 mínútur til fyrirspurna. Einnig er auglýst eftir veggspjöldum.

Áhugasamir fyrirlesara hafi samband við Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur (sigga@vestskogar.is) eða Hraundísi Guðmundsdóttur (hraundis@vestskogar.is) hjá Vesturlandsskógum eða Aðalstein Sigurgeirsson (adalsteinn@skogur.is) á Mógilsá, fyrir 23. janúar.

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar, gistingu og verð koma í lok janúar.

Gleðilegt nýtt ár!

Með Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs!

Þökkum skógræktarfélögum um land allt – og öðrum vinum, samstarfs- og styrktaraðilum – fyrir ánægjulega samvinnu á liðnu ári.

gledilegtnyttar

Í skóginum í Brynjudal.