Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

nóvember 2023

Jólaskógur: Opinn dagur í Brynjudal

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands hefur um áratugaskeið tekið á móti hópum sem koma í jólaskóginn í Brynjudal til að velja og fella jólatré. Í ár ætlum við að bjóða einstaklingum/fjölskyldum að koma líka, en við verðum með einn opinn dag, laugardaginn 9. desember. Formlegur opnunartími er kl. 11-13, en við verðum þó á svæðinu eitthvað fram eftir degi. Athugið að í dalnum umluktum fjöllum er farið að bregða birtu um þrjúleytið svo það þýðir ekki að vera seint á ferðinni!

Fast verð pr. tré er kr. 7.000, upp að 3 m hæð. Við tökum niður greiðsluupplýsingar og sendum reikning, ekki er hægt að borga á staðnum.

Nánari upplýsingar um skóginn má sjá á Brynjudalur – Skógræktarfélag Íslands (skog.is) og eins má hafa samband á skrifstofu félagsins – s. 551-8150.

Forestry association’s Christmas tree sales 2023

Með News

It is a Christmas tradition for many families to go out to the forest during advent to select their Christmas tree and Christmas forests can be found in most parts of Iceland. Those less interested in a walk in the forest can also find sellers of already cut Icelandic Christmas trees.

The first forestry associations will be up and selling at the beginning of advent. Further information can be found online (in Icelandic) – http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/ – and on the website/Facebook pages of individual forestry associations.

Shop locally!

Icelandic Christmas trees are freshly cut and environmentally friendly with a lower carbon footprint and by buying an Icelandic Christmas tree you support reforestation efforts in the country, because for every tree sold dozens more can be planted. There is no need to have a guilty conscience for felling the tree!

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna 2023

Með Fréttir

Margar fjölskyldur eru með þá hefð að sækja sér jólatré í skóginn á aðventunni og má finna jólaskóga í flestum landshlutum hjá skógræktarfélögunum. Fyrir þá sem hafa minni áhuga á skógargöngu eru svo ýmsir aðilar sem selja íslensk tré.

Fyrstu félögin ríða á vaðið með sölu í byrjun aðventunnar. Nánari upplýsingar um sölur hjá skógræktarfélögunum má finna á vefnum – http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/ – og heimasíðum/Facebook-síðum einstakra skógræktarfélaga.

Verslum í heimabyggð!

Íslensk jólatré eru ilmandi fersk, vistvæn í ræktun, með lægra kolefnisspor og með því að kaupa íslenskt jólatré styður þú við skógræktarstarf í landinu, því fyrir hvert selt jólatré er hægt að gróðursetja tugi trjáa. Það þarf því ekki að hafa samviskubit yfir því að fella tréð!

Birkifrætínsla í Vesturbyggð laugardaginn 18. nóvember

Með Fréttir

Nú stendur yfir áratugur Sameinuðu þjóðanna um verndun og endurheimt vistkerfa um allan heim í þágu fólks og náttúru. Íslensk stjórnvöld hafa tekið svonefndri Bonn-áskorun sem er alþjóðlegt átak um endurheimt skóga undir hatti alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN í samstarfi við fleiri aðila. Markmið Íslands í þessari áskorun er að árið 2030 vaxi birkiskógar á 5% landsins, í stað 1,5% nú.

Landsverkefnið Söfnum og sáum, sem hófst árið 2020 kallar nú eftir fræjum. Það er misjafnt á milli ára hversu mikið framboð er af birkifræi. Í ár er almennt lítið framboð á birkifræi í flestum landshlutum að undskildri Vesturbyggð en þar má víða finna mikið magn fræja.

Nú er fræsöfnunartímanum senn að ljúka og verður gert sérstakt átak til að safna birkifræi í Vesturbyggð áður en vetur gengur í garð af fullum þunga og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að taka þátt.

Laugardaginn 18. nóvember fer fram fræðsla um söfnun fræja og sáningu á þremur stöðum í Vesturbyggð:

Kl. 11:00 ætla Bíldælingar og nærsveitungar að koma saman á útsýnispallinum á varnargarðinum og njóta fræðslu og tína fræ.

Kl. 13:00 hefst dagskráin í Tálknafirði.

Kl. 15:00 hefst dagskráin á Patreksfirði.

Landsátakið gefur almenningi færi á að leggja sitt af mörkum til landbótastarfs og stuðlar þannig að auknum skilningi á mikilvægi landbótastarfs í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Fræsöfnunarverkefni hentar flestum aldurshópum vel og má sérstaklega nefna að börnin skynja mikilvægi verkefnisins, eru fljót að tileinka sér vinnubrögðin, og vinna hratt og hafa gaman af. Það er því mikilvægt að að gefa börnum tækifæri til að koma og vera þátttakendur í þessu mikilvæga verkefni. Öllum fræjum sem verður safnað verður sáð í Vesturbyggð af skólabörnum, félagsamtökum sem og öðrum sem vilja taka þátt.

Átakið í Vesturbyggð er samstafsverkefni: Landsátaksins Söfnum og sáum, Vesturbyggðar, skógræktarfélaganna og kirkjunnar í Vesturbyggð og fræðslusviðs biskupsstofu.

birkiskogur.is