Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2022

The Icelandic Forestry Association and Katla Geopark sign a declaration of co-operation

Með News

The Icelandic Forestry Association and Katla Geopark signed a declaration of co-operation on Wednesday, May 4th. which aims to strengthen and increase the interest of municipalities in the South in forests and forestry. In collaboration with the Mýrdælingar Forestry Association, the Mörk Forestry Association, nd the Rangæingar Forestry Association the aim is to strengthen and increase the interest of municipalities in the South of Iceland in forests and forestry, by drawing attention to the importance of tree planting as part of the fight against climate change, educating and mobilizing the younger generations and promoting sustainable nature-based tourism in the South. The declaration is part of the Skógarfólkið project by the Icelandic Forestry Association, which aims to create a closer bond between the Icelandic Forestry Association and its member associations, assist them in their socio-cultural activities to enhance their attractiveness within local communities, and find ways to promote forestry in the Icelandic society. The representatives of all parties signed the declaration of co-operation.

Representatives of the collaborating parties at the signing. From left: Elisabeth Bernard, project manager of the collaboration project at the Icelandic Forestry Association; Brynjólfur Jónsson, Director of the Icelandic Forestry Association; Þorsteinn Jónsson, secretary of the Rangæingar Forestry Association; Berglind Sigmundsdóttir, manager of Katla Geopark; Sigurgeir Már Jensson, chairman of the Mýrdælingar Forestry Association and Jón Þorbergsson, chairman of the Mörk Forestry Association.

Skógræktarfélag Íslands undirritar samstarfsyfirlýsingu við Kötlu Jarðvang

Með Fréttir

Skógræktarfélags Íslands og Katla Jarðvangur, undirrituðu samstarfsyfirlýsingu miðvikudaginn 4. maí er lýtur að því að efla og auka áhuga sveitarfélaga á Suðurlandi á skógi og skógrækt. Unnið verður með Skógræktarfélagi Mýrdælinga, Skógræktarfélaginu Mörk og Skógræktarfélagi Rangæinga að því að vekja athygli á mikilvægi gróðursetningar trjáplantna sem hluta af baráttunni við loftslagsbreytingar, að fræða og virkja yngri kynslóðir og stuðla að sjálfbærri náttúruferðamennsku á Suðurlandi. Er þetta hluti af Skógarfólk verkefninu hjá Skógræktarfélagi Íslands, sem snýst um að styrkja tengsl Skógræktarfélags Íslands við aðildarfélög sín og tengsl félaganna við nágrenni sitt og auka veg skógræktar í íslensku samfélagi. Undirrituðu fulltrúar allra aðila undir samstarfsyfirlýsinguna.

Fulltrúar samstarfsaðilanna að undirritun lokinni. F.v. Elisabeth Bernard, verkefnastjóri samvinnuverkefnisins hjá Skógræktarfélagi Íslands; Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands; Þorsteinn Jónsson, ritari Skógræktarfélags Rangæinga; Berglind Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu Jarðvangs; Sigurgeir Már Jensson, formaður Skógræktarfélags Mýrdælinga og Jón Þorbergsson, formaður Skógræktarfélagsins Merkur.